Söfnun og meðferð kúmens
Kúmen [Carum carvi]
Lýsing: Tvíær jurt með greinóttum stöngli og ljósgrænum tví- til þrífjaðurskiptum blöðum. Blöðin minna á baldursbrá, en bleðlarnir eru breiðari og ekki eins þráðlaga. Blómin hvít og mjög smá. Algeng sunnanlands, en aðeins á ræktuðu landi í öðrum landshlutum. Ólíklegt er að söfnun skili tekjum í samræmi við vinnu.
Árstími: Júlí-ágúst
Meðferð: Fræið er tekið þegar það er fullþroskað. Þurrkað í bökkum.
Ljósmynd: Kúmen, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.
Birt:
17. júlí 2013
Tilvitnun:
Erlingur Filippusson „Söfnun og meðferð kúmens“, Náttúran.is: 17. júlí 2013 URL: http://nature.is/d/2010/05/28/sofnun-og-medferd-kumens/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. maí 2010
breytt: 1. janúar 2013