Tjalda.is - nýr vefur um tjaldstæði
Nýr vefur um tjaldstæði opnaði á dögunum en hjónin Jónína Einarsdóttir og Geir Gígja reka vefinn. Þar er hægt að leita að upplýsingum um tjaldstæði á hinum ýmsu landshlutum og fræðast um aðsæður á hverjum stað, opnunartíma, verð og séð myndir frá stöðunum. Einnig eru fréttir um opnanir tjaldstæða víða um land, grilluppskrfitir eru á síðunni auk þess sem hægt er að gera athugasemdir en þannig á eftir að vera gott að fylgjast með því hvar fólk var ánægt og hvar ekki, hvar góð aðstaða sé fyrir börn og hvar ekki o.s.fr.
Grænt framtak á vefnum er að þar kemur meðal annars fram hvort viðkomandi tjaldsvæði er þátttakandi í flokkunarkerfi Ferðamálastofu og þá hversu margar stjörnur það er með.
Á vefnum eru fimm fánar sem gefa til kynna að ætlunin sé að koma vefnum á dönsku, þþsku og ítölsku auk íslensku en eins og er er hann einungis á íslensku og svolítið á ensku. Þá er ekkert kort á síðunni sem sýnir nákvæmar staðsetningar tjaldstæðanna sem verður að teljast til frádráttar annars góðu framtaki. En kannski er vefurinn ekki alveg tilbúinn enný á og bæði málin og kortin eftir að birtast.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Tjalda.is - nýr vefur um tjaldstæði“, Náttúran.is: 29. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/29/tjalda-nyr-vefur-um-tjaldstaeoi/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.