Kræsingar og kæti - Ný norræn matargerðarlist
Á sunnudaginn kl 14:00 hefst hátíðin Kræsingar og kæti - Ný norræn matargerðarlist í Norræna húsinu í Reykjavík. Max Dager opnar hátíðina kl. 14:00 en kl.14:15 hefst fyrirlestur og pallborðsumræður undir yfirsögninni „Er íslenskur matur bestur í heimi?“. Þátttakendur í pallborðsumræðunum eru; Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Emilía Marteinsdóttir deildarstjóri Matís, Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna, Einar Bergmundur Arnbjörnsson tækniþróunarstjóri Náttúrunnar.is og Baldvin Jónsson verkefnisstjóri Áforms.
Sjá nánar um dagskrá allra daganna í bækling í vefútgáfu.
Skoða bæklinginn í Pdf.
Birt:
15. febrúar 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Kræsingar og kæti - Ný norræn matargerðarlist“, Náttúran.is: 15. febrúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/02/15/kraesingar-og-kaeti-ny-norraen-matargeroarlist/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.