Framkvæmdir við efnistöku á Ingólfsfjalli stöðvaðar að hluta
Kæru Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Suðurlands frá 11.05.2006 var í dag svarað af úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála með því að koma til móts við kröfur samtakanna um tafarlausa stöðvun efnistöku úr Þórustaðanámu þar til málið er til lykta leitt. Þó er hér einungis um stöðvun efnistöku samkvæmt áætlun sem landeigendur Kjarrs hafa gert um að taka 2 millj. rúmmetra af fjallsbrúninni á næstu árum, en það myndi hafa í för með sér miklar útlitsbreytingar og raskanir á fjallinu og myndu t.a.m. lækka fjallsbrúnina um 80 metra á 400 metra kafla.
Með þessu er verið að virða álit Skipulagsstofnunar umfram úrskurð bæjarstjórnar Ölfuss sem gaf leyfið í trássi við álit stofnunarinnar frá 21.04.06. Myndin er af suðurhlíðum Ingólfsfjalls, séð í vestur. Raskanir af efnistöku eru ekki sýnilegar frá þessu sjónarhorni.
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
22. júní 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Framkvæmdir við efnistöku á Ingólfsfjalli stöðvaðar að hluta“, Náttúran.is: 22. júní 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/21/efnist_ingolfsfj/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. mars 2007
breytt: 16. maí 2007