Hrísgrjónagrautur með grænmeti
Hrísgrjónagrautur með grænmeti - fyrir börn sem farin eru að borða spónamat.
- 1 hluti lífræn brún hrísgrjón (stutt eða löng)
- 1/3 hluti niðurskorið spergilkál (brokkólí)
- 1/4 hluti niðurskornar gulrætur
- 3-4 hlutar af vatni
Léttsteikið grænmetið í örlítilli olíu (t.d. kókosolíu), fyrst gulræturnar og siðan spergilkálið. Það er að sjálfsögðu hægt að velja eitthvað annað grænmeti, en best er að það sé lífrænt ræktað. Bætið vatni útí og látið suðuna koma upp. Bætið hrísgrjónunum í og sjóðið við lágan hita í u.þ.b. 2 klukkutíma. þegar grauturinn er soðinn má bragðbæta hann með miso, sojasósu eða sjávarsalti.
Því lengur sem hrísgrjónin sjóða, því mýkri verður grauturinn og meira yang. Grænmetið verður einnig orðið vel mjúkt eftir tveggja tíma suðu með grjónunum.
Gott er að gera heilan pott og skipta síðan niður í litla skammta í poka og frysta þegar vel er orðið kalt. Þannig er alltaf tilbúinn dýrindis lífrænn grautur fyrir litla barnið á heimilinu.
Grafík: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hrísgrjónagrautur með grænmeti“, Náttúran.is: 5. júlí 2009 URL: http://nature.is/d/2007/07/09/hrsgrjnagrautur-me-grnmeti/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 9. júlí 2007
breytt: 29. mars 2010