Allir leiðast og ganga í hring og syngja textann hér að neðan. Einn grúfir sig niður í miðjum hringnum. Áður en leikurinn hefst fær einn hring sem hann geymir í lófa sínum. Þegar lagið endar rétta allir fram hendur með kreppta hnefa. Sá sem „er hann“ fær 3 tilraunir til að finna hringinn. Ef hann finnur hann ekki grúfir hann aftur. Í næsta skipti eru hendurnar hafðar fyrir aftan bak sem slegið var á í fyrra skiptið:„Í grænni lautu þar geymi ég hringinn,:,: sem mér var gefinn og hvar er hann nú:,:“

Birt:
19. apríl 2010
Höfundur:
Náttúran
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran „Í grænni lautu“, Náttúran.is: 19. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2008/07/31/grnni-lautu/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 31. júlí 2008
breytt: 20. maí 2014

Skilaboð: