Lýsi - íslensk framleiðsla í 70 ár
Lýsi er alíslensk hollustuvara og verðmæt útflutningsvara. Snemma á síðustu öld uppgötvuðu menn loksins D-vítamín og heilsusamleg áhrif þess. Þar sem þorskalýsi er ein mesta uppspretta D-vítamíns varð það fljótt vinsælt hráefni til framleiðslu D-vítamíns. Það var einmitt í kjölfar þess sem LÝSI var stofnað árið 1938.
Neysla á lýsi eykst með hverju árinu sem líður og rannsóknir sanna aftur og aftur mikilvægi inntöku lýsis og Omega-3 fiskiolía.
Lýsisperlur verða æ vinsælli og einfaldar inntökuna þeim sem enný á klíjar við gamla góða lýsisbragðinu. Þorskalýsið inniheldur fjölómettuðu ómega-3 fitusýrurnar, EPA og DHA, sem eru okkur lífsnauðsynlegar. Það inniheldur einnig A, D og E vítamín. D vítamín gegnir mikilvægu hlutverki við verndun beina og er öllum nauðsynlegt.
Ufsalýsi velja þeir sem sækjast eftir hærra hlutfalli af A og D vítamínum. Þeir sem vilja taka inn meira af heilsubætandi ómega-3 fitusýrum geta tekið samhliða ómega-3 fiskiolíu í fljótandi formi eða í perlum.
Auk afurða unnum úr fiskiolíu hefur LÝSI einnig verið leiðandi í þróun og markaðssetningu á fæðubótarefnum og vítamínum og skal þar fyrst nefna Heilsutvennuna góðu sem hefur verið með söluhæstu vörum í sínum flokki í áraraðir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lýsi - íslensk framleiðsla í 70 ár“, Náttúran.is: 29. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/29/lysi-islensk-framleiosla-i-70-ar/ [Skoðað:30. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.