Skuldir búa til peningana
Í ljósi algerlega nýrra aðstæðna er nauðsynlegt að skoða stöðuna og velta upp spurningunni hvað peningar eiginlega séu. Staðreyndin er að vandamál peningaumhverfisins nú eru ekki byggðar á tímabundnum vandræðum sem strauja má á stuttum tíma. Vandamálið leysist kannski ekki við það að flett hefur verið ofan af leyndarmálinu á bak við hugmyndina að peningum en það gefur allavega möguleika á algerri uppstokkun á kerfinu.
Staðreyndin er sú að peningar eru ekki lengur staðfestingarpappír um inneign gulls í hirslum seðlabanka hvers ríkis fyrir sig heldur byggist tilurð peninga á því að með undirritun þinni á lánsfyrirgreiðslu hefur þú skuldbundið þig til að greiða ákveðna upphæð til bankans, ásamt vöxtum, yfir ákveðið tímabil. Bankinn notar þitt loforð síðan til að búa til „peninga“ og auðvitað margfalda þá upphæð sem hann fær frá þér í gegnum árin í ofanálag. Mjög áhugaverð mynd fjallar einmitt um hvernig skuldir búa til peninga en myndin varpar ljósi á þrælahaldið sem við öll höfum verið hneppt í án þess að gera okkur nokkura grein fyrir hvað væri í gangi. Sjá myndina Money as dept.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Skuldir búa til peningana“, Náttúran.is: 7. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/07// [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.