Í umræðu undanfarinna daga hefur ýmislegt skotið upp kollinum. Almenningur veltir fyrir sér hvernig svona hlutir geta eiginlega gerst þegar okkur hefur varið talin trú um að bankar séu sterkar og stöðugar stofnanir sem beri hag almennings og sérstaklaga „þinn“ fyrir brjósti. Ýmsir hafa reynt að benda á að ótrúleg þensla bankanna byggi ekki á traustum grunni. Að rétt sé að skilja að viðskiptabanka og fjárfestinga- eða áhættubanka. Það hefði breytt ástandinu hér á landi verulega ef sá aðskilnaður hefði verið lögfestur þegar aðilar sem vildu velja varlegu leiðina lögð það til. En það mátti náttúrulega ekki hlusta á slíkt kellingaraus. Undirrituðum hafa borist tenglar á kvikmyndir sem sýna aðra hlið peningamálanna en þá sem hefur dunið á okkur í fjölmiðlum árum saman og ekki hvað síst síðasta ár. Þegar menn hafa verið farnir að sjá óveðurskþin hrannast upp við sjóndeildahringinn.

Hér eru tenglar á þessar myndir ef lesendur vilja kynna sér þær.

Zeitgeist: Addendum.

Money as debt.

Birt:
9. október 2008
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Hin hliðin á peningnum“, Náttúran.is: 9. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/09/hin-hlioin-peningnum/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: