Íslenska drykkjarvatnið sem framleitt er af félagi Jóns Ólafssonar í Ölfusi, Icelandic Glacial, hefur fengið útnefningu BevNET sem besta vatnið 2007  „Best Water of 2007“.

Vatnið hefur verið markaðssett sem hrein náttúruafurð og fékk sl. haust verðlaun fyrir bestu umhverfisáæltun fyrirtækis og getur skv. því notað titilinn „Carbon Neutral“ product.

Umhverfisleg ábyrgð fyrirtækja er metin mikils í heiminum í dag og Jón Ólafsson hefur skynjað það í tíma og notað við markaðssetningu vatnsins. Hönnun flöskunnar og markaðssetningin öll sannar að góð hönnun og markaðssetningaráætlun á íslenskri náttúruafurð getur gert gæfumuninn og opnað fyrir möguleikana að stórkostlegum tækifærum fyrir Íslensk fyrirtæki.

Framtiðaratvinnuvegir þjóðarinnar ættu að liggja í umhverfisvænni hreinni framleiðslu en ekki mengandi stóriðja. Þar liggur sérstaða okkar. Reyndar er því haldið fram í kynningarmyndbandi á vef Icelandic Glacial að á Íslandi sé næstum engin stóriðja en það er að sjálfsögðu ekki alveg sannleikanum samkvæmt.

Sjá nánar um vatnið og verðlaunin á vef Icelandic Glacial.

Birt:
10. janúar 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Icelandic Glacial besta vatnið 2007“, Náttúran.is: 10. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/10/icelandic-glacial-besta-vatnio-2007/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: