Sveitarfélög viða á landinu hafa undanfarin ár sótt jólatré á ákveðna safnstaði. Jólatré höfuðborgarbúa verða sótt í hverfin dagana 7.-14. janúar en borgarbúar eru hvattir til að setja tré sín á áberandi staði utan lóðamarka sinna þannig að auðvelt sé að sjá þau. Einnig er hægt að koma trjám beint á endurvinnslustöðvarnar.

Nokkuð hefur verið um það að „beinagrindur“ af jólatrjám fari á ferðalög um borg og bþ í rokinu og því er mikilvægt að ganga frá þeim þannig að þeim blási ekki auðveldlega í burtu. Jólatré borgarbúa eru kurluð og notuð í moltuframleiðslu.

Íbúar utan höfuðborgarsvæðisins verða að fylgjast með fréttatilkynningum frá sinum sveitarfélögum um hvort og hvenær trén verða sótt. Hægt er að nýta trén á ýmsan hátt í garðinum t.d. til eigin moltugerðar eða nota stofnviðinn til einhvers gags. T.d. saga hann niður og þurrka sem eldivið, eða nota til smíða og föndurs. Sjá nánar um moltu hér í garðinum.

Sjá grein um jólatré og umhverfið.

Grafík: Dautt tré næring fyrir nýja plöntu, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Birt:
5. desember 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Jólatréð eftir dvölina í stofunni þinni“, Náttúran.is: 5. desember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/02/jolatreo-eftir-dvolina-i-stofunni-thinni/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 2. janúar 2009
breytt: 5. desember 2009

Skilaboð: