Frystir
Oft er frystir sambyggður ísskápum, með stærri eða minna frystihólfi. Fyrir stórar fjölskyldur og þá sem tækifæri hafa til að fá heilu eða hálfu skrokkana eða uppskera mikð magn matar getur stór frystir verið brunnur sparnaðar. Mikilvægt fyrir endingu matarins er að hafa hitastigið rétt stillt eða -18 °C og til að spara orku er best að opna frystinn í sem stystan tíma til að tapa ekki kuldanum út. Standandi tæki missa frekar kuldann út en þau sem opnuð eru ofan frá því kalt loft er þyngra en hlýtt og leitar því niður.
Það skiptir verulegu máli fyrir umhverfið og orkureikning heimilisins að kaupa í upphafi frysti sem notar sem minnsta orku. Orkumerkin Energy Star eða Evrópska orkumerkið gefa til kynna hve orkufrekur frystirinn er.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Frystir“, Náttúran.is: 22. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/22/frystir/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. júní 2014