Ríkisstjórnin samþykkti í á föstudag þ. 11. janúar nýtt frumvarp um orkulög sem Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hefur unnið. Samkvæmt því mega opinber orkufyrirtæki ekki framselja auðlindir sínar með varanlegum hætti. Það á þó ekki við um Hitaveitu Suðurnesja, þar sem hún er að hluta til í einkaeigu.

Svandís Svavarsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir nýtt frumvarp um orkulög ekki vera jafn yfirgripsmikið og iðnaðarráðherra hafi látið í veðri vaka. Það að Hitaveita Suðurnesja eigi að vera undanskilin banni við að framselja orkuauðlindir með varanlegum hætti séu mikil vonbrigði. Ástæða þess að Hitaveitu Suðurnesja eigi ekki að vera settar skorður eins og öðrum orkufyrirtækjum er að Geysir Green Energy á tæplega þriðjung í Hitaveitu Suðurnesja. Stjórnskipunarfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að það stæðist ekki jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar að setja skorður á orkufyrirtæki að hluta í einkaeign.

Einfölduð niðurstaða frumvarpsins er:

  • Orkufyrirtæki í opinberri eign mega ekki framselja orkuauðlindir með varanlegum hætti
  • Skilja skal að a)framleiðslu b)sölu orkunnar frá dreiifiingu til almennings
  • 2/3 af fyrirtækjum sem dreifa orku verða að vera í opinberri eigu
Sjá skýrslu Össurar Skarphéðinssonar sem lagt var fyrir Alþingi í desember 2007. Myndin er frá Ölkelduhálsi. Ljósmynd: Árni Tryggvason.
Birt:
14. janúar 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Nýtt frumvarp um orkulög samþykkt“, Náttúran.is: 14. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/14/nytt-frumvarp-um-orkulog/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: