Umhverfisvæn íslensk framleiðsla á Náttúrumarkaði
Á Náttúrumarkaðinum, vefversluninni hér á vefnum fæst umhverfisvænn þvottalögur „Bjarmi“ en hann er framleiddur af Kaupverki ehf. Sápuóperunni á Hvolsvelli.
Bjarmi er handunnin íslensk framleiðsla án allra ilm- og litarefni eða annara aukaefna. Bjarmi hefur reynst mjög vel til allra mögulegra þrifa og vinnur vel á erfiða bletti og erfiða fitu. Bjarmi fæst í tveimur stærðum: Sjá Bjarma í 5 lítra brúsa og 500 ml. úðabrúsa.
Auk Bjarma framleiðir Sápuóperan náttúrulegar sápur með birki- og þara í þæfðri ull. Þarasápan er með lífrænt vottuðum þara frá Þörungaverksmiðjunni að Reykhólum. Birkisápan er með birkilaufi úr villtri íslenskri náttúru. Utan um sápurnar er þæfð íslensk ull sem gerir þær að skrúbbsápu.
Náttúrumarkaðurinn býður til sölu handunna sápubakka úr endurunnum viði sem passar sérstaklega vel við sápurnar. Bjarni Óskar Pálsson og Svanfríður Hagvaag reka Sápuóperuna á Hvolsvelli og hafa þróað vörurnar og framleiða þær sjálf. Sjá birkisápuna, sjá þarasápuna, og sjá sápubakkann hér í versluninni.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Umhverfisvæn íslensk framleiðsla á Náttúrumarkaði“, Náttúran.is: 7. nóvember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/23/umhverfisvaen-islensk-framleiosla-natturumarkaoi/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 23. apríl 2008
breytt: 7. nóvember 2008