Í erli nútímans gefst oftast lítill tími til að njóta þess sem náttúran og umhverfið hefur upp á að bjóða. Hér áður fyrr var þekking á landslagi, fuglum og jurtum eitthvað sem hvert barn lærði í æsku en nú eru aðrar áherslur. Það þýðir þó ekki að áhugi á náttúru og umhverfi fari minnkandi en tækifærin til þekkingaröflunar eru fá.

Sesseljuhús að Sólheimum í Grímsnesi býður til fræðslufunda þrjá laugardaga nú á vormánuðum þar sem lært verður að lesa í landið, þ.e. í landslagið og fugla og jurtir. Sérfræðingur á hverju sviði mun flytja stutt erindi en síðan verður farið út og spáð í landslagið og fuglar og jurtir skoðaðar. Þetta er tilvalin fræðslustund fyrir alla fjölskylduna. Allir fundirnir hefjast kl. 13 og standa yfir í 1-2 klst.

17. maí: Vorboðar - Að læra að þekkja fugla
Leiðsögn: Einar Ó. Þorleifsson, hjá Fuglavernd.

31. maí: Landslagið með gleraugum jarðfræðingsins
Leiðsögn: Jón Eiríksson, jarðfræðingur við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.

14. júní: Líttu niður! Að læra að þekkja blóm og jurtir
Leiðsögn: Sigurður H. Magnússon, gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun.

Þátttaka tilkynnist til Bergþóru Hliðkvist Skúladóttur forstöumanni Sesseljuhúss, bergthora@solheimar.is 

Birt:
10. apríl 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir „Að lesa í landið - Fræðslufundir fyrir alla fjölskylduna“, Náttúran.is: 10. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/10/ao-lesa-i-landio-fraeoslufundir-fyrir-alla-fjolsky/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: