Greiðslur Landsvirkjunar til sveitarstjórnarmanna ólöglegar
Þann 31. ágúst s.l. kvað samgönguráðuneytið upp úrskurð þess efnist að 6. gr. samkomulags sveitastjórnar Flóahrepps við Landsvirkjun standist ekki lög. Það er sú grein sem kveður á um greiðslur Landsvirkjunar fyrir vinnu sveitarsjórnar vegna skipulags. Þessi mál hafa verið mikið í umræðu síðustu daga en þessi úrskurður hefur ekki farið hátt.
Fleiri slík mál hafa vakið umræðu í virkjunaræðinu mikla. Samkomulag Ölfuss við Orkuveitu Reykjavíkur er t.d. með svipuðum greinum þar sem OR greiðir fyrir ætlaða aukavinnu vegna skipulags á Hellisheiði og Bitrusvæði. Það hefur sætt gagnrýni. Einnig er í því samkomulegi ákvæði um að fresta ljósleiðaravæðinug í dreifbýli Ölfuss (þar sem ekki fæst einu sinni ADSL) en flýta í Þorlákshöfn.
Það vekur ýmsar spurningar hvernig orkufyrirtækin koma þannig nánast beint að uppbyggingu og skipulagi sveitarfélaga. Ef til vill gæti landsskipulag og mótun heildarstefnu temprað hagsmunapot einstakra fyrirtækja og ólögmætar greiðslur til sveitarstjórnarmanna sem virðist meira í mun að fá greitt fyrir sinn tíma en fara að lögum og gæta hagsmuna sveitunga sinna.
Þeir stjórnendur sem hafa þegið fé með þessum hætti, hvort heldur beint eða til sveitarfélagsins hjlóta að þurfa að víkja.
Birt:
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Greiðslur Landsvirkjunar til sveitarstjórnarmanna ólöglegar“, Náttúran.is: 4. september 2009 URL: http://nature.is/d/2009/09/04/greioslur-landsvirkjunar-til-sveitarstjornarmanna-/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.