Sólarrafhlöður eru góður kostur þar sem langt er í tengingu við orkunetið. Til dæmis í sumarbústaði eða fjallaskála. Eins má nota þær til að framleiða rafmagn til eigin nota og hafa þá 12V lýsingu í bland við hið hefðbundna 220V kerfi. Sumir vilja t.d. aðeins hafa 12V ljós í svefnherbergjum til að losna við möguleg áhrif af 220V raflögnum.

Eins og orkuverði og verði á útbúnaði fyrir sólarrafhlöður er háttað hér á landi er orka frá sólarrafhlöðum ekki samkeppnisfær. En getur verið hentug á vissum stöðum og skemmtileg viðbót.

Hnattstaða Íslands og áhrif hennar á birtubúskap okkar hefur líka áhrif. Hér er ekki næg birta í skammdeginu til að gera sólarsellur fýsilegan kost til raforkuframleiðslu. Það þarf margar sellur til að nýta birtutímann og þær kosta sitt. En væntanlegar eru á markað sellur sem eru ódýrari í framleiðslu og þægilegri í meðförum.

Birt:
25. júní 2007
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sólarrafhlaða“, Náttúran.is: 25. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/25/slarrafhla/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 21. maí 2014

Skilaboð: