„Örlandið Ísland er oft tekið sem fyrirmyndardæmi um virkjun endurnýjanlegrar orku. Næstum allt rafmagn er framleitt í jarðvarma- og vatnsaflsvirkjunum. Ég var nýlega í bíltúr á Íslandi og sá gufustrókana bera við himinn, öruggt merki um borholur á háhitasvæði. Sumir íslendingar spyrja sig hvursu lengi endurnýjanlega orkan er í raun endurnýjanleg“ en þannig byrjar blogggrein Kate Galbraith  í New York Times um hina íslensku fyrirmynd í nýtingu jarðhita  - Iceland Debates the Limits of Geothermal.

Umræðan er vissulega ekki ný af nálinni og íslensk umhverfisverndarsamtök hafa lengi bent á þá staðreynd að varmageymar okkar muni renna til þurrðar sé ekki farið varlega í aftöppunina.

Í sama bloggi eru einnig tengill á svör Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra við spurningum Kates Galbraiths um nýtingu jarðhita til orkuframleiðslu.   

Mynd: Bláa lónið, af gufunes.is.  

Birt:
8. júlí 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Þol jarðvarmavirkjana á örlandinu Íslandi“, Náttúran.is: 8. júlí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/07/08/thol-jarovarmavirkjana-orlandinu-islandi/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: