Í dag lýkur Norrænu matarhátíðinni Kræsingar og kæti í Norræna húsinu í Reykjavík en í kjallara Norræna hússins er vörusýning þar sem framleiðendur frá Íslandi og Norðurlöndunum kynna framleiðslu sína og gefa að smakka af kræsingunum. Náttúran.is kynnir einnig þjónustu vefsins enda er áhersla sýningarinnar á vistvæna og lífræna framleiðslu

Auk sýningarinnar er fjölbreytt dagskrá fyrirlestra. Dagskráin í dag er:

  • 1300 Kvikmynd: Nýr norræn matur í Danmörku og á Íslandi. Film: New Nordic food in Denmark and Iceland.
  • 14:00 Fáðu þér bita úr Matarkistu Skagafjarðar. Tasting the Skagafjörður foodchest. Fyrirlestur og smökkun / Lecture and tasting. Guðrún Brynleifsdóttir.
  • 15.00 Bjór á Norðurlöndum / Beer in the Nordic countries. Fyrirlestur og smökkun / Lecture and tasting. Mads Holm.
  • 15:00 Keimur frá Þingeyjarsýslu. Matarbúrið. Þingeyjarsýsla – for your taste. Matarbúrið. Fyrirlestur og smökkun / Lecture og taste. Jóna Matthíasdóttir.
  • 16:00 Heimur vínsins/ Introduction to the world wine. Fyrirlestur og smökkun / Lectur and tasting. Júlíus Steneren ÁTVR. Sérfræðingur frá ÁTVR / Wine-expert from ÁTVR.

Sjá dagskrá allra daganna nánar í vefútgáfu bæklings hátíðarinnar.
Myndin er af Mary Toender frá Landbúnaðardeild Fylkesmannen í Osló og Akershus en deildin starfar að þróun atvinnu- og byggðamála. Fylkesmannen á að stuðla að nýjum möguleikum í landbúnaði, með áherslu á akuryrkju, skógrækt og skyldar atvinnugreinar. Myndin í bakgrunni er frá fyrirtækinu Gourmetsopp.no en þar eru sveppir ræktaðir á lífrænan hátt.
Sjá vef Ny Nordisk mad.

Birt:
24. febrúar 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ný Norræn matargerðarlist - síðasti dagur“, Náttúran.is: 24. febrúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/02/24/ny-norraen-matargeroarlist-sioasti-dagur/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 25. febrúar 2008

Skilaboð: