Nú þegar að kreppir að eru margir farnir að huga að því hvernig best sé að byrja á að undirbúa garðinn og matvælaframleiðslu sumarsins. Sumarhúsið og garðurinn stendur fyrir vönduðum námskeiðum um garðrækt, fuglalíf og náttúru en þau fara af stað strax í næstu viku og er kennt í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Gerðubergi 3-5, 111 Reykjavík.

Kennarar á námskeiðunum eru garðyrkjufræðingarnir Auður I Ottesen og Jón Guðmundsson og fuglafræðingurinn Jóhann Óli Hilmarsson.

Matjurtarækt - Námskeið um ræktun, umhirðu og notkun matjurta
Þriðjudagana 17. og 24. febrúar kl. 19:00 - 21:30. Tvö kvöld.
Miðvikudagana 4. og 11. mars kl. 19:00 - 21:30. Tvö kvöld.

Ræktun ávaxtatrjáa
Miðvikudagana 18. og 25. febrúar kl. 19:00 - 21:30. Tvö kvöld.
Miðvikudagana 17. og 24. mars kl. 19:00 - 21:30. Tvö kvöld.

Fuglar í görðum og skógi - hvað laðar þá að?
Laugardaginn 22. febrúar kl. 13:00 - 15:45.
Laugardaginn 7. mars kl. 13:00 - 15:45.

Kryddjurtir - námskeið um ræktun kryddjurta og notkun þeirra í matseld
Þriðjudaginn 24. febrúar kl. 17-18:30.
Miðvikudaginn 11. mars kl. 17-18:30.

Ber allt árið - námskeið í ræktun berjarunna og -trjáa.
Miðvikudaginn 25. febrúar kl. 17-18:30.
Þriðjudag. 17. mars kl. 17-18:30.

Ræktun í sumarhúsalandinu
Þriðjudaginn 3. mars kl. 17-21:30.
Þriðjudaginn 10. mars kl. 17-21:30.

Klipping trjáa og runna og viðarnytjar
Miðvikudaginn 18. mars kl. 17:00-21:30.

Skráning á rit.is,  með tölvupósti á rit@rit.is  eða í síma 578 4800.
Við skráningu komi fram: nafn, kennitala, heimili, sími og netfang nemanda.
Einnig greiðslutilhögun. Kort eða staðgreitt með innlögn á reikning.

Ljósmynd: Páll Jökull Pétursson.

Birt:
14. febrúar 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Námskeið um garðrækt, fuglalíf og náttúru að hefjast“, Náttúran.is: 14. febrúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/02/14/namskeio-um-garoraekt-fuglalif-og-natturu-ao-hefja/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: