Nýir straumar í náttúruvernd
Hvað er IUCN?
IUCN (the International Union for Conservation of Nature) eru alþjóðleg náttúruverndarsamtök, stofnuð árið 1948 og fagna því 60 ára afmæli sínu á þessu ári. Þau eru elsta og jafnframt stærsta umhverfisnetverk sem starfar á alþjóðlega vísu og byggð á lýðræðislegum grunni félagsaðildar. Innan IUCN eru yfir 1000 félagar, bæði frjáls félagasamtök sem og ríki og ríkisreknar stofnanir. Um 11.000 vísindamenn frá yfir 160 löndum eru einnig aðilar að IUCN í gegnum sérstakar nefndir og leggja samtökum til þekkingu í sjálfboðaliðastarfi. Samtökin reka alls 60 skrifstofur staðsettar víðsvegar um heiminn en aðalstöðvar þeirra eru í Gland í Sviss.
Markmið samtakanna er að hvetja og aðstoða samfélög um allan heim til að vernda líffræðilega fjölbreytni vistkerfa sinna, á landi sem í láði, og tryggja að nýting náttúruauðlinda sé byggð á jafnræði og vistfræðilegri sjálfbærni.
Birt:
15. október 2008
Tilvitnun:
Landvernd „Nýir straumar í náttúruvernd“, Náttúran.is: 15. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/15/nyir-straumar-i-natturuvernd/ [Skoðað:22. febrúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.