John Wilkes með fyrirlestur og sýnikennslu í Sesseljuhúsi
Mörg fræðirita John Wilkes hafa verið gefin út og nýjasta bók hans er “Flowforms. The rhythmic power of water”. Fyrirlestur John Wilkes á Sólheimum er mikill fengur fyrir umhverfisáhugafólk, matvæla- og drykkjarvöruframleiðendur og sérstaklega þá sem stunda framleiðslu lífrænna matvæla og náttúrulækningar auk þeirra, sem vinna við dreifingu og gæðamál drykkjarvatns almennt. Námsstefnan á Sólheimum var haldin á vegum Umhverfisstofnunar Sólheima Sesseljustofu, Vottunarstofunnar Túns og Sunnan Vinda. Vibela rannsóknarstofnunin vinnur nú að undirbúningi alþjóðlegrar ráðstefnu hér á landi, að ári um þessi málefni. Ljósmyndin er af John Wilkes á fyrirlestri hans. Glæran í bakgrunni sýnir vatnskristal lífeflds vatns.
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „John Wilkes með fyrirlestur og sýnikennslu í Sesseljuhúsi“, Náttúran.is: 7. september 2005 URL: http://nature.is/d/2007/03/22/johnwilkes/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. mars 2007
breytt: 1. maí 2007