Í gær þann 25.04.2007 á degi umhverfisins var vefurinn Náttúran.is opnaður á uppskeruhátíð umhverfisráðuneytisins sem haldin var að Kjarvalsstöðum. Það var umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz sem átti heiðurinn af því að opna vefinn formlega.

Á hátíðinni voru einnig veittar viðurkenningar til 5 grunnskóla fyrir áhugavert starf í þágu umhverfisins. Nemendur úr Hólabrekkuskóla, Grunnskóla Tálknafjarðar, Álftamýrarskóla, Foldaskóla og Lþsuhólsskóla voru útnefndir „varðliðar umhverfisins“. Náttúran óskar þessum kláru krökkum innilega til hamingju með útnefninguna.

Kuðungurinn, umhverfisviðurkenning umhverfisráðuneytisins var að þessu sinni veitt verktakafyrirtækinu Bechtel. Umhverfisráðherra veitti viðtöku nýjum bæklingi „Skref fyrir skref“ en það eru upplýsingarit um hvernig hægt sé að taka fyrstu skrefin til umhverfisvænni lífsstíls. Bæklingurin er þþddur úr norsku og er samstarfsverknefni Landverndar og umhverfisráðuneytisins.
Eftir að vefurinn hafði verið opnaður lá leið starfsmanna og aðstandenda vefsins í verslunarmiðstöðina Kringluna en þar kynntu þeir vefinn fyrir viðskiptavinum Kringlunnar og gáfu einnig birkiplöntur og náttúruspil, en það eru 48 spil skipt eftir árstíðum með ráðum, fróðleik og staðreyndum um náttúruna og umhverfið sem starfsmenn hafa þróað og hannað.
Má segja að viðtaka allra hafi verið vonum framar og að áhuginn fyrir vefnum sé mikill.
Myndirnar eru teknar við kynningarstand Náttúrnnar í Kringlunni.
 
Á efri myndinni er Ingibjörg Elsa umhverfisfræðingur og Einar Bergmundur tækniþróunarsjóri, að kynna vefinn. Á neðri myndinni er Signý Kolbeinsdóttir, hönnuður að máli við einn gesta Kringlunnar. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
26. apríl 2007
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Náttúran.is opnuð“, Náttúran.is: 26. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/26/natturan-opnun/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 21. maí 2007

Skilaboð: