Norrænar orkulausnir í netheimum
Nýtt vefsetur Norrænu ráðherranefndarinnar um norrænar lausnir á sviði sjálfbærrar orkutækni, Nordic Energy Solutions, var í brennidepli á Netkaffi sem ráðherranefndin stóð fyrir á Climat Change Congress í Bella Center í Kaupmannahöfn.
Sameiginleg upplýsingagjöf eykur enn frekar áhuga á norrænum lausnum og miðlar þekkingu um árangur Norðurlandanna meðal áhrifamanna sem vilja finna sjálfbærar lausnir á orku- og loftslagsvandanum. Þetta sagði Jørgen Calundann sem stjórnar samstarfi Norrænu ráðherranefndarinnar um endurnýjanlega orkugjafa, á hnattvæðingarþinginu á Íslandi en þar var Nordic Energy Solutions kynnt. Sjá vefinn nordicenergysolutions.orgNordic Energy Solutions er ætlað að vera vettvangur þar sem Norðurlöndin í sameiningu geta vakið athygli á, auglýst og markaðssett sig á þessu sviði. Vefsetrið er hluti hnattvæðingarátaks Norðurlandanna sem er ætlað að vera til grundvallar endurnýjuðu samstarfi á sviði loftslagsmála, umhverfismála, rannsókna og menntunar.
Þrjár stofnanir Norrænu ráðherranefndarinnar voru viðstaddar Netkaffið, Norræna nýsköpunarmiðstöðin (NICe), Norræna rannsóknamiðstöðin (NordForsk) og Norrænar orkurannsóknir (NEF). Þá voru margir alþjóðlegir vísindamenn og aðrir áhugamenn viðstaddir til að heyra meira um starf Norðurlandanna.
Auk nýja vefsetursins var mikill áhugi á sameiginlegu átaki, sem Norðurlöndin standa fyrir, um rannsóknir og nýsköpun á sviði loftslags-, umhverfis- og orkumála. Átakinu er ætlað að vera grundvöllur þróunar á sviði sjálfbærra orkulausna, í samvinnu við aðgerðir þjóðlandanna. Átakinu er ætlað að stuðla að lausn alþjóðlega orku- og loftslagsvandans og efla Norðurlöndin á sviði rannsókna og nýsköpunar. Mynd: Norræna ráðherranefndin sýndi nýja vefsetrið Nordic Energy Solutions á Climate Change Congress í Bella Center í Kaupmannahöfn. Af norden.org.
Birt:
16. mars 2009
Tilvitnun:
Norræna ráðherranefndin „Norrænar orkulausnir í netheimum“, Náttúran.is: 16. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/17/norraenar-orkulausnir-i-netheimum/ [Skoðað:24. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 17. mars 2009