Sjálfbærni og umhverfismál hátt skrifuð á Þjóðfundi
Þjóðfundurinn tókst ekki bara heldur tókst hann stórkostlega. Allt gekk eins og ekkert væri sjálfsagðara en að 1500 manns, úrtak þjóðarinnar, kæmi saman á einum stað og gæfi sér tíma til að setjast niður til að finna út úr því hvað væri það besta til handa þjóðinni.
Forsvarsmenn, skipuleggjendur og sjálfboðaliðar allir eiga heiður skilinn fyrir frábært framtak. Ef þetta er ekki byrjun á jákvæðum breytingum fyrir íslensku þjóðina þá veit ég ekki hvað þarf til.
Þátttakendur sem valdir voru með slembiúrtaki, auk stjórnmálamanna og fulltrúa meginstoða samfélagsins (stofnana og félaga) mynduðu hóp 1500 þátttakenda á Þjóðfundinum í gær. 47% þátttakenda voru konur og 53% karlar.
Nánar um aldurs- og landshlutaskiptingu á thjodfundur2009.is.
Heiðarleiki er vinsælasta lífsgildið samkvæmt niðurstöðu Þjóðfundar. Nokkuð sem mikil vöntun hefur verið á hér á landi á undanförnum árum a.m.k. Virðing, jafnrétti og réttlæti fylgja í kjölfarið og síðan; ábyrgð, kærleikur, sjálfbærni o.s.fr.
Menntamál voru atvkæðamest sem þema, síðan; umhverfismál, atvinnumál og svo velferð, sjálfbærni og fjölskyldan.
Niðurstöður framtíðarsýnar eru fjölbreytt sem skipt var í 9 flokka þ.e; Menntamál, Fjölskyldan, Velferð, Atvinnulíf, Umhverfismál, Sjálfbærni, Annað (Tækifæri), Jafnrétti og Stjórnsýsla.
Sjá hvaða framtíðarsýn Þjóðfundur leiddi í ljós að íslendingar hafi á thjodfundur2009.is.
Mynd frá Þjóðfundi, Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sjálfbærni og umhverfismál hátt skrifuð á Þjóðfundi“, Náttúran.is: 15. nóvember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/11/15/sjalfbaerni-og-umhverfisma-hatt-skrifuo-thjoofundi/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.