34. leiðtogafundur G8-ríkjanna

Í gær hófst 34. leiðtogafundur G8-ríkjanna í Toyako borg á Hokkaido eyju í Japan. Á dagskrá fundarins eru m.a.umhverfis- og efnahagsmál og þróunaraðstoða við fátækustu löndin. Eitt aðalviðfangsefni fundarins er matvælaskorturinn í heiminum og síhækkandi olíuverð. Leiðtogar Afríkuríkin hvöttu iðnveldin á hádegisfundinum í gær til að gera ráðstafanir vegna hækkandi matar- og olíuverðs enda komi þær harðast niður á Afríku og þá sérstaklega fátækustu íbúunum, konum og börnum. Loforð síðasta G8 leiðtogafundar um að auka aðstoð við þróunarríkin um 25 milljarða dollara hafa ekki verið efnd og hefur hún aðeins aukist um 3 milljarða. Efndir hafa þvi numið heilum 12%.

Viðbrögð við olíukreppunni (sem ekki má nefna því nafni) og loftslagskreppunni sem vofir yfir allri heimsbyggðinni, með sínum fjölbreytilegu og skrautlegu vandamálum sem ekki verða tíunduð hér, verður eitt aðalaviðfangsefni þessa leiðtogafundar. Þó að ærin ástæða sé til að leyst verði úr stærstu samskiptaerfiðleikum heimsins á fundi sem þessum er ekki líklegt að svo verði. Jafnvel þó að ákvarðanir verði teknar er ekki þar með sagt að þær verði efndar eins og dæmið hér að ofan sannar. G8 fundirnir eru meira eins og árshátíð valdatoppanna og eiga örugglega ekki eftir að breyta öllu til hins betra og gera heiminn fullkominn. Ekki að aldrei sé von, það er alltaf von og við höldum í hana!

Myndskreytingin hér að ofan var gerð af Red Nois Studio fyrir TIME Magazine fyirr greinaflokk um umhverfismál.

Grafíkin af trékallinum hér til vinstri er ein af fjölmörgum tillögum að merki fyrir Náttúruna en hún svipar nokkuð til gæjans í miðið á myndskreytingu Red Nois Studios. Grafískt teymi Náttúrunnar skipa Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.

Birt:
8. júlí 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Og hvað gera leiðtogar nú?“, Náttúran.is: 8. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/08/og-hvao-gera-leiotogar-nu/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: