Græna kortið hefur verið tilnefnt til verðlauna INDEX*– Design to improve Life, í flokknum social networks fyrir árið 2009. Þá hefur opna græna kortið Open Green Map (www.opengreenmap.org) verið tilnefnt til  alþjóðlegu hönnunarverðlaunanna í flokknum Community. Sjá nánar á designtoimprovelife.dk

„Sjáðu heiminn í fersku grænu ljósi með gagnvirkum kortum sem vekja athygli á náttúru, menningu og sjálfbærum kostum í samfélaginu og hvetja fólk þannig til upplýstra grænna ákvarðana á öllum sviðum.

Opin samfélagsleg grænkortagerð Open Green Map hvetur alla til að taka þátt með myndefni, innsýn og áherslupunktum á hvaða tungumáli sem er, og skapa þannig lifandi kort með mikilvægum upplýsingum sem auðvelt er að nálgast, uppfæra, og víkka stöðugt út.“

Hönnun: Green Map System.
Hönnunarteymi: Carlos Martinez; Beth Ferguson; Wendy Brawer; Gottfried Haider; Madeleine Goldfarb; Thomas Turnbull; Yelena Zolotorevskaya; Miikka Lammela; Yoko Ishibashi.
Auk annarra grænkortagerðarteyma um allan heim og þátttakenda í gerð opna græna kortsins á heimsvísu.

Náttúran.is hefur í samvinnu við Háskóla Íslands umsjón með grænkortagerð á Íslandi sjá Græna Íslandskortið hér á vefnum.

* Index hönnunar stofnunin hefur höfuðsetur í Kaupmannahöfn en dómnefnd er alþjóðlega skipuð fulltrúum sem telja marga af virtustu hönnuðum samtímans frá stofnunum eins og MoMa ofl.

Á myndinni má sjá Wendy Brawer frumkvöðul Green Map með nokkrum af liðsmönnum græna kort teymisins skoða open greenmap á netinu. 

Birt:
26. júlí 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Græna kortið tilnefnt til „Hönnun fyrir betra líf“ verðlauna INDEX“, Náttúran.is: 26. júlí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/07/26/graena-kortio-tilnefnt-til-verolauna-honnun-til-be/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 27. júlí 2009

Skilaboð: