Urriði í Þingvallavatni er ekki lengur hæfur til manneldis vegna kvikusilfursmengunar. Hvað veldur?

Í viðtalli við Hilmar Malmquist í Ríkistútvarpinu þ. 20. maí sl. sagði hann m.a. að viðmikil samanburðarrannsókn hafi farið fram á kvikasilfursgildi í 10 vötnum á Íslandi. Umfangsmikil rannsókn hafi verið gerð á líffræði Þingvallavatns, á grunni vöktunarverkefnis. Mælingar á þungmálmum í gróðri og dýrum voru gerðar en mælingar hófust árið 2003. Annað verkefni hófst 2007 en það er með ítarlegri vatnavöktunarverkefni sem framkvæmd hafa verið á landinu. Áhersl var á efnafræði vatnsins, sýnataka fór fram á hryggleysingjum og krabbadýrum og fylgst var með fiskunum í vatninu.

Mælingar á kvikasilfri í urriða og bleikju sýna að gildið er óvenju hátt í Þingvallavatni, sérstaklega í stærri urriðum. Niðurstöður enn ítarlegri rannsókna eru væntanlegar síðar. 

Ein kenningin fyrir háu kvikasilfursmagni í fiskunum er sú að hún geti tengst eldfjallavirkninni og þungmálmum sem losni með háhitavirkjunum á svæðinu. Kvikasilfrið í urriðanum gæti því vera komið frá affallsvatni frá virkjunum Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði og á Nesjavöllum.

Hlusta á frétt á RUV þ. 20. maí sl.

Mynd frá Þingvallavatni. Ljósmynd: Guðrún Tryggvdóttir.

Birt:
2. júní 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Kvikasilfur í Þingvallavatni, hvað veldur?“, Náttúran.is: 2. júní 2009 URL: http://nature.is/d/2009/06/01/kvikasilfur-i-thingvallavatni-hvao-veldur/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 1. júní 2009

Skilaboð: