Við erum það sem er að og við verðum að bæta fyrir það
Albert Arnold Gore Jr. og Rajendra Pachauri, fyrir hönd loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna IPCC, veittu í dag friðarverðlaunum Nóbels viðtöku við hátíðlega athöfn í Osló. Friðarverðlaunin skiptust að þessu sinni mill þessara tveggja aðila, eins einstaklings annars vegar og einnar stofnunar hins vegar. Verðlaunin eru veitt fyirir framlag þeirra til að vinna með vísindalegum aðferðum að því að kanna eðli og áhrif lofslagsbreytinga af manna völdum og leggja grunnin að aðgerðum sem grípa megi til til að vinna gegn lofslagsbreytingunum.
Í hátíðarræðu sinni sagði Al Gore m.a. að fyrir sjö árum síðan hafi honum þótt að pólitískur frami sinn hafi verið afgreiddur á ósanngjarnan og harkalegan hátt en sú niðurstaða hafi í raun fært sér velkomna en jafnframt sársaukafulla gjöf: þ.e. tækifæri til að leita að nýjum leiðum til að koma boðskap sínum á framfæri. Óvart hafi þessi atburðarrás leitt hann að ræðupúltinu í Osló í dag.
Sjá ræðu Al Gore í heild sinni. Sjá ræðu Rajendra Pachauri í heild sinni.
Yfirsögn þessarar fréttar er ein af gullkornunum í hátíðarræðu Al Gore í Osló í dag.
Efri myndin er af Al Gore og sú neðri af Rajendra Pachauri.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Við erum það sem er að og við verðum að bæta fyrir það“, Náttúran.is: 10. desember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/12/10/frioarverolaun-nobels-afhent/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.