Hvalaskoðunarfyrirtæki fá bláfánaveifu
Þann 12. maí síðastliðinn fengu fyrirtækin Hafsúlan hvalaskoðun og Elding hvalaskoðun leyfi til að flagga bláfánaveifu á skipum sínum. Veifan er viðurkenning fyrir að hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að reynt sé eftir fremsta megni að stuðla að umhverfisvernd í fyrirtækjunum. Bláfánaveifan jafngildir þó ekki Bláfánanum sjálfum heldur er merki um að fyrirtækið hefur undirritað „viljayfirlýsingu“ og því farið að af stað með skilgreint umhverfisstarf. Bláfáninn er alþjóðlegt merki sem hefur þann tilgang að stuðla að verndun umhverfis hafna og baðstranda. Bláfánann hljóta þeir einir sem leggja sig fram um að bæta gæði og þjónustu stranda og smábátahafna og stuðla að verndun umhverfisins.
Bláfánastrendur hér á landi eru: Bláa lónið og Nauthólsvík.
Bláfánahafnir eru: Stykkishólmshöfn og höfn Borgarfjarðar eystri.
Sjá frétt á vef Landverndar
Um Bláfánann
Birt:
20. maí 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hvalaskoðunarfyrirtæki fá bláfánaveifu“, Náttúran.is: 20. maí 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/21/hvalask_blafani/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. mars 2007
breytt: 16. maí 2007