Hér á Náttúrumarkaðinum getur þú keypt gjafir og við sendum þær hvert á land sem er. Þú fyllir einfaldlega út nafn og heimilisfang þess sem á að fá gjöfina sem viðtakanda og málið er afgreitt. Ef þú óskar eftir því að viðkomandi fái sendan netpóst um að gjöf sé á leiðinni eða þú vilt að gjöfin verði send af stað á ákveðnum degi sjáum við að sjálfsögðu um það líka, óskir þú þess.

Náttúrugjafir geta verið þematengdar, náttúrlegar, umhverfisvottaðar og/eða lífrænar. Hér er dæmi um gjöf með öllu við vetrarkvefinu:

  • Voxis hálstöflur - Hálstöflur úr íslenskri ætihvönn.
    Íslensk náttúruframleiðsla frá SagaMedica.
  • Echinaforce - Töflur unnar úr lífrænt ræktuðum sólhatti. Jurtin inniheldur virk efni sem styrkja ónæmiskerfi líkamans.
  • Rhinodoron - Nefúði með saltupplausn sem sótthreinsar og gefur raka í slímhúðina. Hreinsar og gefur nasaholunum raka á náttúrulegan hátt, án auka- og rotvarnarefna. Demetar-vottuð (lífræn+) vara frá Weleda. Inniheldur Aloe Vera.
  • Fjallagrasa hálsmixtúra - með lakkrís - Hálsmixtúra sem dregur úr þurrum hósta og ertingu. Hefur mýkjandi áhrif, fjallagrösin virka!
    Íslensk náttúrurframleiðsla frá Íslenskum fjallagrösum.
  • Nátthagate - Blanda úr fjallagrösum, birki og ætihvönn. Íslensk náttúruframleiðsla frá Hollustu úr hafinu.
  • Náttúruspil - 48 góð ráð fyrir þig og umhverfið.

Gjafaverð: 6.101 kr.*
*þar af 600 kr. sendingarkostnaður meðtalinn, miðað við sendingu hvert sem er innanlands.

Hér eru leiðbeiningar um hvernig þú verslar á Náttúrumarkaði.
Ef þú vilt fá aðstoð við valið eða hefur einhverjar spurningar þá sendu okkur einfaldlega línu á nature@nature.is eða hringdu í síma 483 1500, og utan skrifstofutíma í 863 5490.

Myndin er af vörusamsetningu í þá gjöf sem útskýrð er hér.

Birt:
2. febrúar 2008
Höfundur:
Náttúran er
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran er „Vetrarkuldi - Náttúrugjöf með öllu við vetrarkvefinu“, Náttúran.is: 2. febrúar 2008 URL: http://nature.is/d/2007/12/06/vetrarkuldi-natturugjof-meo-ollu-vio-vetrarkvefinu/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 6. desember 2007
breytt: 24. október 2009

Skilaboð: