Almannavarnir hafa varað við umferð við Gunnuhver á Reykjanesi. Þar hafa enn orðið breytingar á jarðhitasvæðinu og hefur vegi þangað verið lokað. Svæðið er varhugavert fyrir fótgangandi og útsýnispallur og stígar ekki nothæfir. Miklar breytingar hafa verið á svæðinu undanfarið og áður hefur verið varað við umferð þarna.

Það er rétt að hafa varann ávallt á þegar farið eru um slík svæði því þau taka stöðugum breytingum og mjög alvarleg slys geta átt sér stað falli fólk eða dýr i bullandi hveri. Holrúm getur verið undir að þvi er virðist traustu yfirborð og því aldrei of varlega farið.

Sjá tilkynningu á vef Almannavarna.

Myndin er af hver í Reykjadal ofan Hveragerðis. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
20. júní 2008
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Gunnuhver á Reykjanesi viðsjárverður“, Náttúran.is: 20. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/20/gunnuhver-reykjanesi-viosjarverour/ [Skoðað:14. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: