Skiptar skoðanir varðandi ákvörðunaferlið með eða móti álveri í Helguvík, eru fram settar í ýmsu formi á síðum Morgunblaðsins í dag. Í leiðara er krafan um lýðræðislegar kosningar og ákvarðantöku á lýðræðislegum grunni ítrekuð. Meiriháttar ákarðanir sveitarfélaga skulu settar í hendur íbúanna enda fáist enginn samhugur til framtíðar á annan hátt. Það sanni reynslan af Kárahnjúkavirkjun. Það á heldur ekki að skipta nokkuru máli hvort að skoðanakannanir bendi til ákveðinnar útkomu eða ekki. Hún skal þá staðfest með lýðræðislegri kosningu.

Á baksíðu blaðsins er síðan frétt þar sem haft er eftir Árna Sigfússyni bæjarstóra Reykjanesbæjar að ákvörðun um álver í Helguvík verði ekki tekin af íbúum Suðurnesja, jafnvel þó að Hafnfirðingar fái að kjósa um stækkun í Straumsvík. Hann vill meina að staðan í Rekjanesbæ vegna brotthvarfs hersins kalli á álver, punktur og basta.

 

Þriðja greinin sem varðar Reykjanesskagann skrifar Bergur Sigurðsson framkvæmdastjóri Landverndar. En Landvernd hefur frá fyrstu kynningu hugmyndarinnar á aðalfundi sínum í apríl 2006, unnið að því á margvíslegan hátt að benda á „hinn möguleikann“,  þann að Reykjanesskaginn verði fólkvangur og eldfjallagarður en ekki stóriðjusvæði. Sjá grein Bergs „orkuþör stóriðjuáforma og biðlund skynseminnar“.
-
Á föstudaginn 12. 01. 2007. var stofnað félagið Sól á Suðurnesjum.
Myndin er af Reykjanesvita og hraunverum í janúarbirtunni. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
15. janúar 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Framtíð Reykjaness - kosið eða ekki kosið um álver í Helguvík?“, Náttúran.is: 15. janúar 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/framt_reykjanes/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 30. apríl 2007

Skilaboð: