Bækur eru yndislegt verkfæri, hvort heldur sem er til afþreyingar, til að skilja heiminn sem við lifum í eða menntunar. Menningar- og menntunarstig þjóða er oft metið í leskunnáttu og bókarlestri.  Við Íslendingar erum sem betur fer menningarþjóð sem leggjum mikið upp úr lestri og kaupum mikið af bókum sem eftir lestur verða því miður fangar bókahilla í ár eða áratugi.  Hvernig væri að frelsa bækurnar úr bókahillunum. 

Þegar þú ert búinn að lesa ákveðna bók, hvernig væri að skrifa fremst í hana hver þú ert og hvenær þú last hana.  Skilja hana síðan eftir á almennum stað, eins og strætó eða kaffihúsi svo að aðrir geti notið hennar. Bókin verður marglesin öðrum til ánægju. Frá umhverfissjónarmiði fer minni pappír í að prenta fáar bækur sem eru marglesnar í stað margra bóka sem eru lesnar af fáum.

Einnig má gefa bækur til vina eða koma til fornsölu. Bækur eru pappírsfrekar og til pappírsframleiðslu þarf skóglendi. En pappír í bókum er minniháttar mál miðað við öll dagblöð sem eru keypt og hent næsta dag. Á löngum tíma eyðist pappírinn og brotnar niður. Endurunninn pappír er notaður í grófari pappírsframleiðslu s.s. klósettpappír. Sýrustig pappírs er eitt af því sem að umhverfismerkingar taka viðmið af. Svanurinn umhverfismerki Norrænu Ráðherranefndarinnar tekur til framleiðsluferlis og umhverfisáhrifa pappírs.

 

Birt:
26. júní 2007
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Finnur Sveinsson „Bækur“, Náttúran.is: 26. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/26/bkur/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 18. maí 2014

Skilaboð: