Olíuhreinsunarstöð myndi menga gríðarlega
Helgi Hjörvarr þingmaður Samfylkingarinnar spurði Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra í þingsal í dag um afstöðu hennar til olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum. Þórunn Sveinbjarnardóttir sagði svaraði því að mengun frá olíuhreinsistöð á Vestfjörðum yrði gríðarlega mikil og að hún myndi auka losun gróðushúsalofttegunda á Íslandi um 30 prósen.
Ráðherra sagði að stefnt væri að því að draga úr losun gróðurhúsaloftteguna á Íslandi um 50 til 75 prósent á næstu 40 árum. Í framtíðinni blasti ekkert annað við en samdráttur í losunarheimildum. Helgi Hjörvar spurði ráðherra ennfremur um hættuna á mengunarslysi vegna olíuhreinsistöðvar. Ráðherra vitnaði í fréttir svæðisútvarpsins um viðvörun Landhelgisgæslunar vegna aukinnar olíuskipaumferðar framhjá landinu. Sjá frétt.
Landhelgisgæslan leggur til að skipin fari frekar austur fyrir landið en fram hjá Vestfjörðum og því er spáð að um 500 risaolíuskip sigli framhjá landinu árlega í nánustu framtíð. Páll Bergþórsson veðurfræðingur hefur varað við hafís norð-vestur af landinu en hann gæti hæglega lokað af skipaumferð og valdið stórhættu á slysum.
Grafík: Vestfjarðarmengun, Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©natturan.is.Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Olíuhreinsunarstöð myndi menga gríðarlega“, Náttúran.is: 24. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/24/oliuhreinsunarstoo-myndi-menga-grioarlega/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 26. febrúar 2008