Landvernd auglýsir eftir framkvæmdastjóra
Landvernd er frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Hlutverk Landverndar er að standa vörð um íslenska náttúru og vera virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfi. Samtökin voru stofnuð 1969.
Helstu verkefni:
- Dagleg stjórn skrifstofu Landverndar
- Framkvæmd starfs- og fjárhagsáætlana
- Talsmaður samtakanna og samskipti við fjölmiðla
- Umsjón með fjáröflun vegna verkefna
- Ábyrgðarmaður útgáfu og ritstjóri heimasíðu
- Skipulagning málþinga og annarra viðburða
- Samskipti við stjórnvöld og aðra hagsmunaaðila
- Skipulag og samræming aðgerða er miða að því að ná settum markmiðum
Hæfniskröfur:
- Þekking á orku- og umhverfismálum
- Þekking á stjórnsýslu og lagaumhverfi
- Skipulagshæfileikar og stjórnunarreynsla
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku, ensku og Norðurlandamáli
- Hæfni til að setja saman vandaðar álitsgerðir í samráði við stjórn
- Frumkvæði, drifkraftur, samskiptahæfni
- Frumleg og heildræn hugsun
- Brennandi áhugi og vilji til að ná árangri
Um er að ræða hálft starf frá áramótum til að byrja með. Frekari upplýsingar veitir Björgólfur Thorsteinsson, sími 864-5866. Umsóknir óskast sendar á netfangið bth@landvernd.is.
Sjá nánar um Landvernd á vef samtakanna www.landvernd.is.
Birt:
30. nóvember 2009
Tilvitnun:
Landvernd „Landvernd auglýsir eftir framkvæmdastjóra“, Náttúran.is: 30. nóvember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/11/30/landvernd-auglysir-eftir-framkvaemdastjora/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.