Helgarnar 28.-29. nóvember og 5.-6. desember verður árlegur jólamarkaður í Álfhól á Bjarteyjarsandi. Margt verður með hefðbundnu sniði, svo sem eins og einstök jólastemning, fallegt handverk og listmunir, rjúkandi heitt súkkulaði og jólakökur, tónlistarflutningur og upplestur.

Vilborg Davíðsdóttir heimsækir Álfhól laugardaginn 28. nóvember kl. 13:30 og les úr bók sinni um Auði Djúpúðgu.

Guðmundur Steingrímsson mætir sunnudaginn 29. nóvember kl. 13:30 og les úr barnabók sinni um sérkennilega svínið Pétur.

Ýmsar nýjungar líta einnig dagsins ljós, ný jir listamenn ganga til liðs við Álfhól og sala afurða beint frá býli verður fyrirferðarmeiri en áður. Þá má geta þess að hægt verður að kaupa súrt hvalrengi í Álfhól þetta árið - a.m.k. á meðan birgðir endast.

Sjá Bjarteyjarsand hér á Grænum síðum og korti.

Mynd: Umhverfi Bjarteyjarsands, af bjarteyjarsandur.is

Birt:
27. nóvember 2009
Uppruni:
Bjarteyjarsandur
Tilvitnun:
Arnheiður Hjörleifsdóttir „Jól í Álfhól á Bjarteyjarsandi“, Náttúran.is: 27. nóvember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/11/27/jol-i-alfhol/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: