Náttúruleg leikföng eru þau leikföng oft kölluð sem framleidd eru úr náttúrulegum efnum.
Oft eru náttúrulegu efnin þó sjálf mettuð aukaefnum og máluð með óvistvænum og jafnvel skaðlegum efnum. Plastmýkingarefni svokölluð þalöt eru talin sérstaklega skaðleg heilsu barna þar sem þau eru í mörgum tilfellum lík hormónum í líkamanum og geta því haft hormónatruflandi áhrif.
Eldhemjandi efni og blýmagn yfir mörkum getur leitt til þess að leikföng eru innkölluð af markaði. Umhverfisstofnun hefur yfirumsjón hvað varðar hættuleg efni í leikföngum.

Sjá nánar um leikföng í barnaherberginu.

Birt:
3. júní 2008
Höfundur:
Náttúran
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran „Varúð! - Leikföng“, Náttúran.is: 3. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/08/varuo-leikfong/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 8. maí 2008
breytt: 4. júlí 2008

Skilaboð: