Félagið Matur-saga-menning verður með kynningu á þjóðlegum vestfirskum matarhefðum í Víkinni, sjóminjasafninu að Grandagarði 8 í Reykjavík, fimmtudaginn 22. nóvember 2012 frá kl. 20:00-22:00.
Vestfirðingarnir Halldór Hermannsson skipstjóri á Ísafirði flytur erindi um vestfirska skötu. Halldór hefur verið ötull í að kynna skötuhefð í gegnum tíðina. Kolbrún Ösp Guðrúnardóttir úr Stykkishólmi fjallar um vestfirskar hveitikökur, sem hún fékk ...
Efni frá höfundi
Vestfirskar aðventukrásir 20.11.2012
Félagið Matur-saga-menning verður með kynningu á þjóðlegum vestfirskum matarhefðum í Víkinni, sjóminjasafninu að Grandagarði 8 í Reykjavík, fimmtudaginn 22. nóvember 2012 frá kl. 20:00-22:00.
Vestfirðingarnir Halldór Hermannsson skipstjóri á Ísafirði flytur erindi um vestfirska skötu. Halldór hefur verið ötull í að kynna skötuhefð í gegnum tíðina. Kolbrún Ösp Guðrúnardóttir úr Stykkishólmi fjallar um vestfirskar hveitikökur, sem hún fékk í sveitinni hjá ömmu sinni á Ingjaldssandi og hafa þær lengi verið ómissandi hluti af jólunum. Kolbrún hefur selt í ...
Félagið Matur-Saga-Menning stendur fyrir fræðslufundi í Sjóminjasafninu Víkinni á Grandagarði næstkomandi fimmtudag klukkan 20.
Tveir valinkunnir náttúruunnendur segja frá sínum sérsviðum á fundinum, þeir Stefán Hrafn Magnússon hreindýrabóndi á Grænlandi, sem mun skýra frá hreindýraveiðum og -nytjum, og Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður, sem mun gera grein fyrir öflun og nytjum á svartfugli, einkum lunda, og því gagni sem menn hafa haft ...
Félagið Matur-saga-menning efnir til sýningar um mat og mataræði Reykvíkinga á 20. öld, sem ber nafnið "Reykvíska eldhúsið - matur og mannlíf í hundrað ár." Sýningin opnar formlega föstudaginn 26. september næstkomandi í Aðalstræti 10, elsta hús Reykjavíkur og í hjarta miðbæjarins. Markmiðið með sýningunni er að bjóða Reykvíkingum og öðrum gestum að fræðast, njóta og bragða á lítt þekktri ...


Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt fram skýrslu fyrir Alþingi um stöðu og stefnu í loftslagsmálum. Tilgangur skýrslunnar er að draga saman nýjustu og bestu upplýsingar um stöðuna í loftslagsmálum og að skapa umræðu um næstu skref í þeim efnum.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um umhverfismerki en hún gildir um norræna umhverfismerkið Svaninn, og umhverfismerki Evrópusambandsins Blómið. Reglugerðin kveður á um skilyrði fyrir veitingu þessara umhverfismerkja fyrir vörur og þjónustu.
Umhverfisstofnun veitti ekki leyfi fyrir tveimur hótelbyggingum á verndarsvæði Mývatns. Skolphreinsun hótelanna er einnig án leyfis Umhverfisstofnunar. Þá er frárennsli hótels skammt frá vatnsbakka Mývatns bæði í ósamræmi við skilmála deiliskipulags og reglugerðir um hreinsun frárennslis við vatnið. Starfsmannahúsum var bætt við annað hótelið í haust án leyfis Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun veitti ekki leyfi fyrir vinnubúðum fyrir 50 manns við þriðja hótelið, sem nú er í byggingu. Landvernd freistar þess nú með röð stjórnsýslumála að fá tekið á málum sem varða lífríki Mývatns og allan almenning, í ljósi sívaxandi þunga ferðamannastaums og aukins álags á verndarsvæðin í landinu. Mývatn ver sig ekki sjálft.
Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð 2017 verður haldinn sunnudaginn 12. febrúar 2017 kl 17:00 í Garðakaffi, Görðum á Akranesi.
Málþing og vinnustofur í Norræna húsinu 2. febrúar 2017
Í gær lýsti forsætisráðherra Íslendinga því yfir í fyrsta sinn, kvitt og klárt, í stefnuræðu sinni að: