Vestfirskar aðventukrásir
Félagið Matur-saga-menning verður með kynningu á þjóðlegum vestfirskum matarhefðum í Víkinni, sjóminjasafninu að Grandagarði 8 í Reykjavík, fimmtudaginn 22. nóvember 2012 frá kl. 20:00-22:00.
Vestfirðingarnir Halldór Hermannsson skipstjóri á Ísafirði flytur erindi um vestfirska skötu. Halldór hefur verið ötull í að kynna skötuhefð í gegnum tíðina. Kolbrún Ösp Guðrúnardóttir úr Stykkishólmi fjallar um vestfirskar hveitikökur, sem hún fékk í sveitinni hjá ömmu sinni á Ingjaldssandi og hafa þær lengi verið ómissandi hluti af jólunum. Kolbrún hefur selt í Jólaþorpinu í Hafnarfirði við góðar undirtektir. Þá mun Guðrún Pálsdóttir Flateyri flytja erindi um vestfirskan harðfisk. Hún hefur áralanga reynslu af harðfiskverkun og rekur ásamt fjölskyldu sinni EG Harðfiskverkun á Flateyri.
Enginn aðgangseyrir og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Heitt verður á könnunni.
Félagið Matur-saga-menning
Birt:
Tilvitnun:
Matur - Saga - Menning „Vestfirskar aðventukrásir“, Náttúran.is: 20. nóvember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/11/20/vestfirskra-adventukrasir/ [Skoðað:4. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.