Sett hefur verið upp skilti í mynni Þjórsárdals, sem sýnir hve mikið af fallegri náttúru í anddyri þessa landsþekkta ferðamannastaðar hverfur fái Landsvirkjun leyfi til að virkja Hvamms, Holta og Urriðafossvirkjun. Skiltið var sett upp í samvinnu Flóamanna og Gnúpverja. Árnesingar og Rangæingar, fólk úr Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi, Ásahreppi og Holtahreppi, vinna nú saman að því að kynna líf ...
Efni frá höfundi
Heimamenn kynna Þjórsá - Ráðherra gegn virkjunum 24.7.2007
Sett hefur verið upp skilti í mynni Þjórsárdals, sem sýnir hve mikið af fallegri náttúru í anddyri þessa landsþekkta ferðamannastaðar hverfur fái Landsvirkjun leyfi til að virkja Hvamms, Holta og Urriðafossvirkjun. Skiltið var sett upp í samvinnu Flóamanna og Gnúpverja. Árnesingar og Rangæingar, fólk úr Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi, Ásahreppi og Holtahreppi, vinna nú saman að því að kynna líf og umhverfi fólksins við ána, til mótvægis við einsleitan veruleika Landsvirkjunar.
Tveir ráðherrar Samfylkingarinnar hafa síðustu daga kynnst viðhorfi heimamanna ...


Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt fram skýrslu fyrir Alþingi um stöðu og stefnu í loftslagsmálum. Tilgangur skýrslunnar er að draga saman nýjustu og bestu upplýsingar um stöðuna í loftslagsmálum og að skapa umræðu um næstu skref í þeim efnum.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um umhverfismerki en hún gildir um norræna umhverfismerkið Svaninn, og umhverfismerki Evrópusambandsins Blómið. Reglugerðin kveður á um skilyrði fyrir veitingu þessara umhverfismerkja fyrir vörur og þjónustu.
Umhverfisstofnun veitti ekki leyfi fyrir tveimur hótelbyggingum á verndarsvæði Mývatns. Skolphreinsun hótelanna er einnig án leyfis Umhverfisstofnunar. Þá er frárennsli hótels skammt frá vatnsbakka Mývatns bæði í ósamræmi við skilmála deiliskipulags og reglugerðir um hreinsun frárennslis við vatnið. Starfsmannahúsum var bætt við annað hótelið í haust án leyfis Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun veitti ekki leyfi fyrir vinnubúðum fyrir 50 manns við þriðja hótelið, sem nú er í byggingu. Landvernd freistar þess nú með röð stjórnsýslumála að fá tekið á málum sem varða lífríki Mývatns og allan almenning, í ljósi sívaxandi þunga ferðamannastaums og aukins álags á verndarsvæðin í landinu. Mývatn ver sig ekki sjálft.
Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð 2017 verður haldinn sunnudaginn 12. febrúar 2017 kl 17:00 í Garðakaffi, Görðum á Akranesi.
Málþing og vinnustofur í Norræna húsinu 2. febrúar 2017
Í gær lýsti forsætisráðherra Íslendinga því yfir í fyrsta sinn, kvitt og klárt, í stefnuræðu sinni að: