Öllum sem áhuga hafa á útivist og náttúruvernd er boðið á myndasýningu á Kaffi Sólon, Bankastræti 7a, efri hæð, þriðjudaginn 31. maí kl. 20:30.
Sýndar verða ljósmyndir frá einu mesta háhitasvæði heims, lítt þekktrar náttúruperlna utan alfaraleiðar, svæði sem eru fágæt á lands- og heimsvísu; Kerlingarfjöll, Þjórsárver og háhitasvæðin við Torfajökul.
Á fundinum gefst tækifæri til að kynnast náttúrusvæðum ...
Efni frá höfundi
Boð á náttúrumyndasýningu 30.5.2011
Öllum sem áhuga hafa á útivist og náttúruvernd er boðið á myndasýningu á Kaffi Sólon, Bankastræti 7a, efri hæð, þriðjudaginn 31. maí kl. 20:30.
Sýndar verða ljósmyndir frá einu mesta háhitasvæði heims, lítt þekktrar náttúruperlna utan alfaraleiðar, svæði sem eru fágæt á lands- og heimsvísu; Kerlingarfjöll, Þjórsárver og háhitasvæðin við Torfajökul.
Á fundinum gefst tækifæri til að kynnast náttúrusvæðum sem litið hefur verið til sem virkjunarkosta til raforkuframleiðslu fyrir stóriðju. Hálendisferðir hafa undanfarin sumur skipulagt ferðir um þessi svæði ...
Fyrirtæki Óskar Vilhjálmsdóttur Hálendisferðir býður upp á ævintþri á gönguför án þungra klifja eða flókins búnaðar: Dagsferðir í nágrenni Reykjavíkur, helgarferðir og lengri ferðir á hálendi Íslands.
Áherslan er á;vistvæna ferðamennsku, vandaða leiðsögn, góðan mat og góðan ferðaanda. Ósk Vilhjálmsdóttir er stofnandi og eigandi Hálendisferða. Leiðsögumenn auk Óskar eru m.a. Hjálmar Sveinsson, Margrét H. Blöndal og Ómar Ragnarsson ...
Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistar- og leiðsögumaður hélt erindi um náttúruna og sjálfsmynd Íslendinga á Umhverfisþingi:
Umhverfisráðherra, góðir fundargestir til hamingju með þetta þing. Ég vil byrja á að fagna því sem kom hér fram hjá ráðherra í gær að nú skuli vera vilji í umhverfisráðuneytinu til að skoða hvort friðlýsa megi Langasjó, Torfajökulsvæðið, Kerlingafjöll, Jökulsárnar í Skagafirði, Skjálfandafljót og Grændal. Og ...


Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt fram skýrslu fyrir Alþingi um stöðu og stefnu í loftslagsmálum. Tilgangur skýrslunnar er að draga saman nýjustu og bestu upplýsingar um stöðuna í loftslagsmálum og að skapa umræðu um næstu skref í þeim efnum.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um umhverfismerki en hún gildir um norræna umhverfismerkið Svaninn, og umhverfismerki Evrópusambandsins Blómið. Reglugerðin kveður á um skilyrði fyrir veitingu þessara umhverfismerkja fyrir vörur og þjónustu.
Umhverfisstofnun veitti ekki leyfi fyrir tveimur hótelbyggingum á verndarsvæði Mývatns. Skolphreinsun hótelanna er einnig án leyfis Umhverfisstofnunar. Þá er frárennsli hótels skammt frá vatnsbakka Mývatns bæði í ósamræmi við skilmála deiliskipulags og reglugerðir um hreinsun frárennslis við vatnið. Starfsmannahúsum var bætt við annað hótelið í haust án leyfis Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun veitti ekki leyfi fyrir vinnubúðum fyrir 50 manns við þriðja hótelið, sem nú er í byggingu. Landvernd freistar þess nú með röð stjórnsýslumála að fá tekið á málum sem varða lífríki Mývatns og allan almenning, í ljósi sívaxandi þunga ferðamannastaums og aukins álags á verndarsvæðin í landinu. Mývatn ver sig ekki sjálft.
Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð 2017 verður haldinn sunnudaginn 12. febrúar 2017 kl 17:00 í Garðakaffi, Görðum á Akranesi.
Málþing og vinnustofur í Norræna húsinu 2. febrúar 2017
Í gær lýsti forsætisráðherra Íslendinga því yfir í fyrsta sinn, kvitt og klárt, í stefnuræðu sinni að: