Algjör stefnubreyting hefur orðið í umhverfismálum Sveitarfélagsins Hornafjarðar á síðustu
mánuðum. Haukur Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs, segir óhætt að kalla það byltingu til hins betra. Hann er 28 ára, alinn upp á Höfn í Hornafirði en gekk í menntaskóla í Reykjavík og þar lauk hann einnig háskólaprófi í hagfræði. Þegar Hauki Inga bauðst freistandi starfstilboð á Höfn í ...
Efni frá höfundi
smh 2
Ódýrara að flokka úrgang en að urða hann 28.3.2009
Algjör stefnubreyting hefur orðið í umhverfismálum Sveitarfélagsins Hornafjarðar á síðustu
mánuðum. Haukur Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs, segir óhætt að kalla það byltingu til hins betra. Hann er 28 ára, alinn upp á Höfn í Hornafirði en gekk í menntaskóla í Reykjavík og þar lauk hann einnig háskólaprófi í hagfræði. Þegar Hauki Inga bauðst freistandi starfstilboð á Höfn í byrjun árs 2007 ákvað fjölskyldan að flytjast þangað. Kona hans, Berglind Steiný órsdóttir, er ættuð úr héraðinu, frá Hala í ...
Þann 24. júní sl. veitti Náttúrulækningafélag Reykjavíkur (NLFR) sína árlegu viðurkenningu til einstaklings eða fyrirtækis sem þykir hafa starfað í samræmi við 3. grein laga NLFR frá 1949; að stuðla að góðri heilsu og hollustu. Að þessu sinni hljóta viðurkenninguna þau Kristján Oddsson og Dóra Ruf, ábúendur á Neðra-Hálsi í Kjós og stofnendur Biobús ehf., fyrir „frumkvöðla- og þróunarstarf í ...


Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt fram skýrslu fyrir Alþingi um stöðu og stefnu í loftslagsmálum. Tilgangur skýrslunnar er að draga saman nýjustu og bestu upplýsingar um stöðuna í loftslagsmálum og að skapa umræðu um næstu skref í þeim efnum.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um umhverfismerki en hún gildir um norræna umhverfismerkið Svaninn, og umhverfismerki Evrópusambandsins Blómið. Reglugerðin kveður á um skilyrði fyrir veitingu þessara umhverfismerkja fyrir vörur og þjónustu.
Umhverfisstofnun veitti ekki leyfi fyrir tveimur hótelbyggingum á verndarsvæði Mývatns. Skolphreinsun hótelanna er einnig án leyfis Umhverfisstofnunar. Þá er frárennsli hótels skammt frá vatnsbakka Mývatns bæði í ósamræmi við skilmála deiliskipulags og reglugerðir um hreinsun frárennslis við vatnið. Starfsmannahúsum var bætt við annað hótelið í haust án leyfis Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun veitti ekki leyfi fyrir vinnubúðum fyrir 50 manns við þriðja hótelið, sem nú er í byggingu. Landvernd freistar þess nú með röð stjórnsýslumála að fá tekið á málum sem varða lífríki Mývatns og allan almenning, í ljósi sívaxandi þunga ferðamannastaums og aukins álags á verndarsvæðin í landinu. Mývatn ver sig ekki sjálft.
Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð 2017 verður haldinn sunnudaginn 12. febrúar 2017 kl 17:00 í Garðakaffi, Görðum á Akranesi.
Málþing og vinnustofur í Norræna húsinu 2. febrúar 2017
Í gær lýsti forsætisráðherra Íslendinga því yfir í fyrsta sinn, kvitt og klárt, í stefnuræðu sinni að: