Í þriðjudagsgöngu vikunnar, þann 17. júlí verður boðið upp á útijóga með jógakennaranum Ragnheiði Ýr Grétarsdóttur. Ragnheiður er jógakennari, sjúkraþjálfari og tölvunarfræðingur að mennt og hefur undanfarin ár kennt leikfimi og jóga. Jógaiðkun verður vinsælli með hverju ári sem líður og æ fleiri tileinka sér þessa þjálfun líkama og hugar. Jógaiðkunin verður létt og leikandi; byrjað með léttum upphitunaræfingum og ...
Efni frá höfundi
Þriðjudagsganga í Viðey 17.júlí – Útijóga með Ragnheiði Ýr 13.7.2012
Í þriðjudagsgöngu vikunnar, þann 17. júlí verður boðið upp á útijóga með jógakennaranum Ragnheiði Ýr Grétarsdóttur. Ragnheiður er jógakennari, sjúkraþjálfari og tölvunarfræðingur að mennt og hefur undanfarin ár kennt leikfimi og jóga. Jógaiðkun verður vinsælli með hverju ári sem líður og æ fleiri tileinka sér þessa þjálfun líkama og hugar. Jógaiðkunin verður létt og leikandi; byrjað með léttum upphitunaræfingum og svo verður gengið um Viðey. Stoppað er nokkrum sinnum á leiðinni og gerðar standandi æfingar og öndunaræfingar. Göngunni lýkur með ...
Þriðjudaginn 12. júní verður boðið upp á göngu með leiðsögn í Viðey. Þessi önnur ganga sumarsins er helguð fuglalífinu í Viðey, en það stendur í miklum blóma í júní og ungar farnir að skríða úr eggjum. Yfir 30 tegundir fugla verpa í Viðey og því margt spennandi að sjá fyrir áhugasama fuglaskoðara. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur og ljósmyndari fer fyrir ...
Sumaráætlun til Viðeyjar, með daglegum siglingum, lýkur í ágúst en frá og með 1.september er áætlun einungis um helgar. Í Viðey er haustinu tekið opnum örmum með viðeigandi hátíðahöldum og uppskerufagnaði. Töðugjöld í Viðey eru að þessu sinni haldin sunnudaginn 29.ágúst. Í Viðeyjarstofu verður boðinn vandaður kostur í anda haustsins og uppskera sumarsins verður aðgengileg öllum áhugasömum á ...


Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt fram skýrslu fyrir Alþingi um stöðu og stefnu í loftslagsmálum. Tilgangur skýrslunnar er að draga saman nýjustu og bestu upplýsingar um stöðuna í loftslagsmálum og að skapa umræðu um næstu skref í þeim efnum.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um umhverfismerki en hún gildir um norræna umhverfismerkið Svaninn, og umhverfismerki Evrópusambandsins Blómið. Reglugerðin kveður á um skilyrði fyrir veitingu þessara umhverfismerkja fyrir vörur og þjónustu.
Umhverfisstofnun veitti ekki leyfi fyrir tveimur hótelbyggingum á verndarsvæði Mývatns. Skolphreinsun hótelanna er einnig án leyfis Umhverfisstofnunar. Þá er frárennsli hótels skammt frá vatnsbakka Mývatns bæði í ósamræmi við skilmála deiliskipulags og reglugerðir um hreinsun frárennslis við vatnið. Starfsmannahúsum var bætt við annað hótelið í haust án leyfis Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun veitti ekki leyfi fyrir vinnubúðum fyrir 50 manns við þriðja hótelið, sem nú er í byggingu. Landvernd freistar þess nú með röð stjórnsýslumála að fá tekið á málum sem varða lífríki Mývatns og allan almenning, í ljósi sívaxandi þunga ferðamannastaums og aukins álags á verndarsvæðin í landinu. Mývatn ver sig ekki sjálft.
Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð 2017 verður haldinn sunnudaginn 12. febrúar 2017 kl 17:00 í Garðakaffi, Görðum á Akranesi.
Málþing og vinnustofur í Norræna húsinu 2. febrúar 2017
Í gær lýsti forsætisráðherra Íslendinga því yfir í fyrsta sinn, kvitt og klárt, í stefnuræðu sinni að: