Fyrr í marsmánuði hittust sautján sérfræðingar frá ellefu löndum við IARC, alþjóðlega miðstöð krabbameinsrannsókna í Lyon í Frakklandi, (International Agency for Research on Cancer) til að skera úr um krabbameinshættu vegna nokkurra illgresis- og óværulyfja úr lífrænum fosfötum, tetrachlorvinphos, parathion, malathion, diazinon og glyphosate (sjá töflu). Yfirlýsing hópsins birtist í sérriti breska læknatímaritsins Lancet, The Lancet Oncology, 20. mars 2015 ...
Efni frá höfundi
Glífósat líklegur krabbameinsvaldur 24.3.2015
Fyrr í marsmánuði hittust sautján sérfræðingar frá ellefu löndum við IARC, alþjóðlega miðstöð krabbameinsrannsókna í Lyon í Frakklandi, (International Agency for Research on Cancer) til að skera úr um krabbameinshættu vegna nokkurra illgresis- og óværulyfja úr lífrænum fosfötum, tetrachlorvinphos, parathion, malathion, diazinon og glyphosate (sjá töflu). Yfirlýsing hópsins birtist í sérriti breska læknatímaritsins Lancet, The Lancet Oncology, 20. mars 2015.
Kveðið var upp úr um að skordýralyfin tetrachlorvinphos og parathion væru hugsanlega krabbameinsvaldandi í fólki (flokkur 2B). Gögn úr rannsóknum ...

Á ráðstefnu sem haldin verður í Gunnarsholti á Rangárvöllum föstudaginn 20. mars verður fjallað á margvíslegan hátt um þá möguleika sem felast í nýtingu lífræns úrgangs, meðal annars til skógræktar og landgræðslu.
Að ráðstefnunni standa Sorpurðun Vesturlands, Molta ehf. Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga ásamt Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, verður ráðstefnustjóri.
Dagskrá ...
Stilla þarf saman strengi og nýta þessa auðlind
Í undirbúningi er ráðstefna um nýtingu lífræns úrgangs til uppgræðslu og annarrar ræktunar. Ráðgert er að hún verði haldin í húsakynnum Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti á Rangárvöllum föstudaginn 20. mars. Skipað hefur verið í undirbúningshóp þar sem sitja fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtaka, fyrirtækja í úrgangsiðnaði, Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins ...


Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt fram skýrslu fyrir Alþingi um stöðu og stefnu í loftslagsmálum. Tilgangur skýrslunnar er að draga saman nýjustu og bestu upplýsingar um stöðuna í loftslagsmálum og að skapa umræðu um næstu skref í þeim efnum.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um umhverfismerki en hún gildir um norræna umhverfismerkið Svaninn, og umhverfismerki Evrópusambandsins Blómið. Reglugerðin kveður á um skilyrði fyrir veitingu þessara umhverfismerkja fyrir vörur og þjónustu.
Umhverfisstofnun veitti ekki leyfi fyrir tveimur hótelbyggingum á verndarsvæði Mývatns. Skolphreinsun hótelanna er einnig án leyfis Umhverfisstofnunar. Þá er frárennsli hótels skammt frá vatnsbakka Mývatns bæði í ósamræmi við skilmála deiliskipulags og reglugerðir um hreinsun frárennslis við vatnið. Starfsmannahúsum var bætt við annað hótelið í haust án leyfis Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun veitti ekki leyfi fyrir vinnubúðum fyrir 50 manns við þriðja hótelið, sem nú er í byggingu. Landvernd freistar þess nú með röð stjórnsýslumála að fá tekið á málum sem varða lífríki Mývatns og allan almenning, í ljósi sívaxandi þunga ferðamannastaums og aukins álags á verndarsvæðin í landinu. Mývatn ver sig ekki sjálft.
Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð 2017 verður haldinn sunnudaginn 12. febrúar 2017 kl 17:00 í Garðakaffi, Görðum á Akranesi.
Málþing og vinnustofur í Norræna húsinu 2. febrúar 2017
Í gær lýsti forsætisráðherra Íslendinga því yfir í fyrsta sinn, kvitt og klárt, í stefnuræðu sinni að: