Grænt kort af Íslandi
Náttúran.is hefur nú gefið út Grænt kort / Green map IS í prentútgáfu. Markmiðið með útgáfurnni er að gera umhverfisvænar lausnir sýnilegri og aðgengilegri og gefa þannig öllum almenningi kost á að taka þátt í að skapa sjálfbært samfélag.
Ný vefútgáfa Græna kortsins er einnig komin á nýjan vef Náttúrunnar og telur hún nú 155 grænkorta flokka en þar af eru 45 flokkar séríslenskir hannaðir af okkur en við höfum unnið í allt sumar að þarfagreiningu, skilgreiningum og rannsóknum á nauðsynlegu innihald kortsins. Að auki endurskoðuðum við þá flokka sem fyrir voru og uppfærðum innihald þeirra.
Nýja kortið í prentútgáfu spannar 77 flokka. 500 skráningar eru í 33 flokkum á höfuðborgarhlið kortsins en á þeirri hlið er stærstur hlutur Reykjavíkur og Kópavogs sýnilegur. Á Íslandshlið kortsins eru rúmlega 700 skráðir aðilar/fyrirbæri í 44 flokkum. Í 155 flokkum græna kortsins á vef og appi eru samtals yfir þrjúþúsund skráðir aðilar/fyrirbæri á öllu landinu. Þeir aðilar/fyrribæri sem eru í flokk á annarri hlið birtast á þeirri hlið kortisins sem þeir tilheyra ásamt raðnúmeri.
Green Map® kerfið er notað í yfir 800 borgum, bæjum og sveitarfélögum í 65 löndum. Græn kort taka yfir hinar þrjár stoðir stjálfbærrar þróunar þ.e.; hagkerfi, náttúru og samfélag.
Rannsóknir og skráningar eru alfarið unnar af og að frumkvæði Náttúran.is með stuðningi eftirtalinna aðila:
Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Umhverfis- og auðlindráðuneytisins, Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, Vatnajökulsþjóðgarðar, Sorpu, Odda, Olís, Landsvirkjunar, Yggdrasils, Bændasamtakanna, Reykjavikurborgar, Sólheima, Náttúruverndarsamtaka Íslands, N1, Eldingar, Vottunarstofunnar Túns, ÁTVR og HNLFÍ.
Framkvæmda- og listræn stjórn var á höndum Guðrúnar A. Tryggvadóttur framkvæmdastjóra Náttúran.is. Tækniþróunarstjórn annaðist Einar Bergmundur Arnbjörnsson tækniþróunarstjóri Náttúran.is.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Grænt kort af Íslandi“, Náttúran.is: 20. nóvember 2013 URL: http://nature.is/d/2013/10/04/graena-kortid-leid-i-dreifingu/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 4. október 2013
breytt: 18. ágúst 2014