Sanngirnisvottun - viðmið
Sanngirnisvottun (einnig nefnt Réttlætismerki) beinir sjónum að mannréttindum. Markmiðið með sanngirnisvottun er að fólk geti lagt sitt af mörkum til betri lífs fyrir börn og fullorðna í fátækari hlutum heimsins. Í stuttu máli má segja að markmiðið sé að:
- Tryggja að vinnufólk og ræktendur fái sanngjörn laun fyrir vinnu sína.
- Vinna gegn misrétti vegna kyns, húðlitar eða trúar
- Vinna á móti barnaþrælkun
- Hvetja til lífrænnar ræktunar
- Styðja lýðræðisþróun samtímis því að fólk fái gæðavörur.
Smábændur og handverksmenn í vanþróuðum löndum eiga erfitt með að fóta sig á heimsmarkaði. Til þess að hafa aðgang að stórum mörkuðum og selja vörur sínar neyðast bændur oft til að lækka verð, gera litlar kröfur til vinnuumhverfis, til viðbótar því að drjúgur skerfur af hagnaðinum fer til milliliða. Þetta leiðir til þess að margir bændur fá ekki nægilega borgað fyrir vinnu sína og geta þar af leiðandi ekki framfleytt sér og fjölskyldu sinni.
Sanngirnisvottun er nokkurs konar viðskiptasamband framleiðanda, innflytjanda, verslana og neytenda, sem er opið, gagnkvæmt og með virðingu fyrir öllum hlutaðeigendi. Sanngirnisvottun felur ekki í sér styrki eða niðurgreiðslur til bænda heldur er hún trygging fyrir sanngjörnum greiðslum, öruggu vinnuumhverfi, framýróun, virðingu fyrir mannréttindum og umhverfinu sem er undirstaða trygga efnahagslega og félagslega þróun.
Bananar, kakó, hrásykur, kaffi, te, mangó, hunang, appelsínur, bómullarvörur, leikföng, fótboltar og djús eru dæmi um þær vörur sem geta verið sanngirnisvottaðar.
Alþjóðlegt merki sanngirnisvottunar gengur undir ýmsum nöfnum (fer eftir þjóðum) Max Havelaar/ Fair Trade/Transfair. Merkið er eitt og hið sama og er veitt með leyfi the international Fairtrade Organization, sem eru alþjóðleg samtök sanngirnisvottunar.
Fair Trade Labelling Organizations International (FLO) er alþjóðlegur úttektaraðili merkisins. Úttekt fer fram árlega, jafnvel oftar ef þörf krefur. Til viðbótar eru gerðar ársfjórðungssamantektir á verslun með sanngirnisvottaðar vörur.
Grafík: Tákn sem notað er eingöngu hér á vefnum þegar fjallað er um sanngirnisvottun almennt ©Náttúran.is.
Birt:
Tilvitnun:
Finnur Sveinsson „Sanngirnisvottun - viðmið“, Náttúran.is: 28. júlí 2011 URL: http://nature.is/d/2007/05/07/sigisvottun/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 7. maí 2007
breytt: 22. ágúst 2014