Grænfáninn er umhverfismerki fyrir skóla. Allir skólar geta sótt um að taka þátt í verkefninu Skólar á grænni grein. Skólarnir fá þannig að taka þátt í verkefnum sem miða að því að efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Skólinn fær svo að flagga Grænfánanum að uppfylltum vissum skilyrðum.

Landvernd hefur umsjón með Grænfánanum á Íslandi, en verkefnið er hluti af alþjóðlega verkefninu Fee-Foundation for Environmental Education.

Sjá nánar hvaða skólar taka þátt í verkefninu Skólar á grænni grein og hverjir hafa fengið Grænfánann hér á Grænum síðum.

Sjá nánar á vef Landverndar.

Birt:
26. apríl 2010
Höfundur:
Náttúran er
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran er „Skólar á grænni grein - Grænfáninn“, Náttúran.is: 26. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2007/05/07/grnfninn/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 7. maí 2007
breytt: 6. desember 2011

Skilaboð: