Grænt farfuglaheimili
Til að hvetja rekstraraðila farfuglaheimila á Íslandi til að vinna markvisst að umhverfismálum ákvað stjórn Farfugla árið 2003 að þau farfuglaheimili sem uppfylla ákveðin viðmið á sviði umhverfismála fái heimild til að kalla sig Græn farfuglaheimili. Því til staðfestingar fá þau að nota umhverfismerki samtakanna. Þessi viðmið byggja á almennum gæðastöðlum sem öll farfuglaheimili þurfa að uppfylla. Til að fá heimild til að nota umhverfismerkið þurfa heimilin auk þess að uppfylla ýmis viðbótarskilyrði sem tengjast umhverfismálum.
Lögð er áhersla á að hér er ekki um viðurkennda umhverfisvottun að ræða heldur viðmið sem samtökin setja og hefur eftirlit með.
Sjá þá aðila sem vinna skv. viðmiðum um Græna farfuglaheimili hér á Grænum síðum.
Birt:
Tilvitnun:
Náttúran er „Grænt farfuglaheimili“, Náttúran.is: 12. nóvember 2010 URL: http://nature.is/d/2008/08/15/graent-farfuglaheimili/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 15. ágúst 2008
breytt: 12. nóvember 2010