Náttúran heldur áfram að birta sáðalmanak og fyrstu hálfa ár ársins 2016 er þegar komið inn. Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti hefur tekið saman efni í sáðalmanak Náttúrunnar. Smelltu hér til að skoða sáðalmanakið. 

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún fékkst við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak ...

Sáð í takt við tunglið. Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.Stöðu tunglsins er skipt í fjórðunga. Hver fjórðungur er sjö sólarhringar, enda tunglmánuðurinn 28 sólarhringar. Tvo fyrri fjórðungana er tunglið vaxandi og birtustig þess eykst. Tvo seinni fjórðungana er tunglið aftur á móti minnkandi og birtustig þess minnkar.

Vanir ræktendur vita að staða tunglsins hefur áhrif á gróðurinn og erlendis, þar sem skil dags og nætur á sumrin eru meiri ...

08. júní 2015

Rauðsmára fann ég á Akureyri í vegkanti á leiðinni inn í Kjarnaskóg. Þannig umhverfi vill hann hjá mér. Mest sand og svolitla mold. Aðrar plöntur reyna að troða sér inn á hans svæði til að athuga af hverju hann unir sér svona vel en hann heldur þó sínu. Smári er yfirleitt ekki talinn matplanta en eitthvað mun hann þó hafa ...

Gróður landsins getur verið óendanlega uppspretta ánægju og aðdáunar. Fjölmargar villijurtir eru einnig prýðilegar við ýmsum kvillum eða til matargerðar.

Að tína jurtir og finna nöfnin á þeim er skemmtileg og gagnleg afþreying fyrir fólk á öllum aldri. Börnum þykir skemmtilegt að meðhöndla blóm og blöð og að þekkja nöfnin á þeim gefur jurtunum aukið gildi. Besta leiðin til að ...

Efnisorð:

Grænar síður aðilar

Villiræktun

Skilaboð: